150 milljónir í malbikunarframkvæmdir

„Veðurfarslegar aðstæður nú í vetur hafa valdið miklu tjóni á …
„Veðurfarslegar aðstæður nú í vetur hafa valdið miklu tjóni á gatnakerfi borgarinnar,“ segir í greinargerð með tillögunni. mbl.is/Árni Sæberg

Um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur samþykkt að leggja það til við borg­ar­ráð að fjár­veit­ing til mal­biks­fram­kvæmda verði auk­in allt að 150 millj­ón­ir króna. En þetta er gert til að mæta brýnni þörf þar sem gatna­kerfið kem­ur illa und­an vetri.

Þetta var samþykkt á fundi sviðsins í gær. 

Þar var eft­ir­far­andi til­laga lögð fram ásamt grein­ar­gerð.

„Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð legg­ur til við borg­ar­ráð að fjár­veit­ing til mal­biks­fram­kvæmda á ár­inu 2015 verði auk­in um allt að 150 mkr. Þetta er til að mæta þeirri brýnu þörf sem sem upp er kom­in og kem­ur í ljós nú þegar gatna­kerfið „kem­ur und­an vetri. Hækk­un á fjár­veit­ingu til mal­biks­fram­kvæmda valdi ekki breyt­ingu á niður­stöðu fjár­hags­áætl­un­ar held­ur verði um flutn­ing á fjár­heim­ild­um inn­an heild­aráætl­un­ar að ræða,“ seg­ir í til­lög­unni.

„Veðurfars­leg­ar aðstæður nú í vet­ur hafa valdið miklu tjóni á gatna­kerfi borg­ar­inn­ar. Þá er einnig ljóst að á ár­un­um eft­ir hrun hef­ur verið dregið úr mal­biks­fram­kvæmd­um auk þess sem fjár­veit­ing­ar til þeirra hafa lækkað veru­lega að raun­v­irði vegna lækk­un­ar á gengi krón­unn­ar.  Framund­an í mars og apríl er út­tekt á ástandi gatna­kerf­is­ins og mat á viðhalds- og end­ur­nýj­un­arþörf. Það er þó ljóst að auk­ins fjár­magns er þörf þrátt fyr­ir að nú þegar í fjár­fest­ingaráætl­un árs­ins 2015 sé um að ræða hækk­un um 100 mkr frá fyrra ári,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni. 

Þörf á stór­kost­legu átaki

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, lét bóka eft­ir­far­andi: 

„Stefna sem tek­in var upp á fyrsta fjár­hags­ári Sam­fylk­ing­ar og Besta flokks þar sem dregið var veru­lega úr fram­lög­um til mal­biks­fram­kvæmda hef­ur skilað sér í ástandi gatna sem ekki verður við unað. Nú dug­ir ber­sýni­lega ekki venju­legt viðhald held­ur þarf stór­kost­legt átak sem mun kosta borg­ar­búa miklu meira held­ur en ef ár­legt viðhald hefði verið eðli­legt. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks styðja auk­in fram­lög til mal­biks­fram­kvæmda enda verður ekki hjá því kom­ist að bregðast við með skjót­um hætti. Eðli­legt hefði verið að með til­lög­unni fylgdu jafn­framt til­lög­ur um sparnað á móti. Aug­ljós­asti sparnaður­inn er að hætta við til­gangs­lausa þreng­ingu Grens­ás­veg­ar en áætlaður kostnaður vegna þreng­ing­ar veg­ar­ins á milli Miklu­braut­ar og Bú­staðar­veg­ar eru kr. 160 millj­ón­ir.“

Guðfinna Jó­hanna Guðmunds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Full­trúi Fram­sókn­ar- og flug­vall­ar­vina, lét bóka eft­ir­far­andi: 

„Full­trúi Fram­sókn­ar- og flug­vall­ar­vina legg­ur til að það fjár­magn sem meiri­hlut­inn vill nota til þreng­ing­ar Grens­ás­veg­ar verði notað í mal­bik­un­ar­fram­kvæmd­ir.“

Niður­skurður hófst 2009

Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Hjálm­ar Sveins­son, full­trúi Bjartr­ar framtíðar, Magnea Guðmunds­dótt­ir, og full­trúi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, Gísli Garðars­son, og áheyrn­ar­full­trúi Pírata, Svaf­ar Helga­son, létu bóka:

„Full­trú­ar Bjartr­ar framtíðar, Pírata, Sam­fylk­ing­ar og Vinstri Grænna benda á að niður­skurður til viðgerða á göt­um borg­ar­inn­ar hófst á fjár­hags­ár­inu 2009, þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn leiddi borg­ar­stjórn­ina.  Þá voru út­gjöld til viðgerða skor­in veru­lega niður eða úr 690 millj­ón­um króna í 480 millj­ón­ir að nú­v­irði. Eða um 30%. Fyr­ir því voru góðar og gild­ar ástæður. Tekj­ur borg­ar­inn­ar höfðu minnkað um 20%. Það hafði ekki breyst fjár­hags­árið 2011. Við bend­um enn­frem­ur á að nú stefn­ir í að út­gjöld til gatnaviðverða  2015 verða 690 millj­ón­ir króna. Það er jafn­há upp­hæð og 2008 að nú­v­irði.“

Þá lét Júlí­us Víf­ill bóka: 

„Árið 2011 var fyrsta fjár­hags­ár meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar og Besta flokks. Fram­lög til viðhalds á mal­biki voru lækkuð um 37% árið 2011 miðað við árið áður en voru hækkuð á milli ár­anna 2009 og 2010 í tíð Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert