Rúmlega tugur skjálfta mældist í Bárðarbungu síðan í gærmorgun. Allir skjálftarnir voru minni en 1,4 að stærð. Í kvikuganginum mældist einnig rúmlega 10 skjálftar og voru allir minni en 1,4 stig.
Tveir skjálftar voru við Tungnafellsjökul, sá stærri 1,7 stig.
Við Öskju mældust 7 skjálftar, sá stærsti 2,3 að stærð kl. 05:42 í nótt. Við Herðubreið voru
um 3 skjálftar, allir minni en 2 að stærð, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.