„Það eru allir á móti þessu“

00:00
00:00

Íbúar í ná­grenni bens­ín­stöðvar N1 við Reykja­vík­ur­veg í Hafnar­f­irði eru afar ósátt­ir við að bílaþvotta­stöð þar taki mögu­lega til starfa að nýju en henni var lokað árið 2012 eft­ir að ná­grann­ar kvörtuðu und­an hávaða og lykt sem fylgdi stöðinni.

Tvær stór­ar blokk­ir eru stutt frá stöðinni en ætl­un­in er að loka þeirri hlið sem snýr að blokk­un­um. Þá er fyr­ir­tækið Iðnmark ein­ung­is nokkra metra frá stöðinni en þar fer fram mat­væla­fram­leiðsla og seg­ir Sig­ur­jón Dag­bjarts­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, að afar illa hafi reynst að vera með stöðina í ná­grenn­inu og að þar hafi þurft að slökkva á loftræst­ingu þegar vind­átt­in var óhag­stæð.

Á sín­um tíma var aldrei samþykkt deili­skipu­lag með starf­sem­inni og síðdeg­is héldu bæj­ar­yf­ir­völd kynn­ing­ar­fund fyr­ir nýtt deili­skipu­leg. Íbúar og fyr­ir­tæki í ná­grenn­inu hugðust fjöl­menna til að mót­mæla að starf­sem­in hefj­ist að nýju.

mbl.is ræddi við Sig­ur­jón og Mar­gréti Hall­dórs­dótt­ur sem býr í ná­grenn­inu.

Leiðrétt­ing: Upp­haf­lega kom fram að stöðinni hefði verið veitt starfs­leyfi hið rétta er að bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir breyt­ing­ar á stöðinni er í grennd­arkynn­ingu sam­kvæmt ákvæði í skipu­lagslög­um til að kanna af­stöðu ná­granna og fyr­ir­tækja í ná­grenn­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka