Þórey skipuð formaður Ferðamálaráðs

Þórey Vilhjálmsdóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hef­ur skipað nýtt ferðamálaráð til fjög­urra ára. 

Formaður ráðsins er Þórey Vil­hjálms­dótt­ir og vara­formaður Páll Mar­vin Jóns­son. Þau eru skipuð án til­nefn­ing­ar, seg­ir í til­kynn­ingu á vef ráðun­ey­is­ins. 

Þórey er fyrr­ver­andi aðstoðarmaður inn­an­rík­is­ráðherra, Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur. „Hún hef­ur ára­langa reynslu af fyr­ir­tækja­rekstri, stjórn­un og stefnu­mót­un. Þórey er með BS gráðu í viðskipta­fræði frá Há­skóla Íslands með áherslu á alþjóðaviðskipti og MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Þá stundaði hún auk þess nám við markaðs- og út­flutn­ings­fræði við End­ur­mennt­un­ar­deild Há­skóla Íslands. 

Páll Mar­vin er formaður Ferðamála­sam­taka Vest­manna­eyja og fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­set­urs Vest­manna­eyja,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Aðrir í ferðamálaráði eru: Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, Ingi­björg Guðjóns­dótt­ir og Þórir Garðars­son, til­nefnd af Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar. Al­dís Haf­steins­dótt­ir og Hjálm­ar Sveins­son, til­nefnd af Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Ásbjörn Björg­vins­son og Dí­ana Mjöll Sveins­dótt­ir, til­nefnd af Ferðamála­sam­tök­um Íslands og Jón Ásbergs­son, til­nefnd­ur af Íslands­stofu.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert