Hugmyndir borgaryfirvalda um að þrengja að bílaumferð um Grensásveg eru óskiljanlegar. Þetta segir Atli Rúnar Halldórsson, íbúi í Fossvogshverfi.
Eðlilegra væri að nota peninga borgarsjóðs til að fylla í holur á götum borgarinnar. Fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir á Grensásvegi í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag.
Í heimsókninni í Háaleitis- og Bústaðahverfi er að auki m.a. sagt frá tilurð Smáíbúðahverfisins, þar sem framtak einstaklinga naut sín til fullnustu, rætt um framtíð Landspítalabyggingarinnar í Fossvogi og áform um nýbyggingar.