Búa sig undir samningaviðræður

Frá baráttufundi framhaldsskólakennara á síðasta ári.
Frá baráttufundi framhaldsskólakennara á síðasta ári. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Nýtt vinnu­mat fyr­ir Fram­halds­skóla­kenn­ara var fellt í dag af fram­halds­skóla­kenn­ur­um rík­is­reknu skól­anna og Tækni­skól­ans. Mik­il vinna hafði verið lögð í gerð vinnu­mats­ins en Guðríður Arn­ar­dótt­ir, formaður Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara, seg­ist þó ekki von­svik­in með niður­stöðuna.

„Lýðræðis­leg niðurstaða er aldrei von­brigði. Það var mín skoðun að það voru meiri hags­mun­ir fólgn­ir í því fyr­ir stétt­ina að samþykkja þetta kerfi en að hafna því. Ég áttaði mig al­veg á því að það væru kost­ir og gall­ar við kerfið og þegar við kynnt­um þetta lögðum við öll spil­in á borðið og fé­lags­menn tóku ákvörðun út­frá því.“

Guðríður seg­ir að nýja vinnu­matið hafi falið í sér mikl­ar kerf­is­breyt­ing­ar á vinnu­tím­aramma fram­halds­skóla­kenn­ara en að erfitt sé að ákv­arða ná­kvæm­lega hvað hafi orðið mat­inu að falli.

„Í sjálfu sér tel ég að það hafi verið nokkr­ir þætt­ir sem urðu til þess að þetta var fellt með þess­um hætti en það verður auðvitað að fara fram mark­tæk út­tekt meðal fé­lags­manna hvað það var sem þeim hugnaðist ekki við þetta svo að við get­um leitað leiða til að gera bet­ur,“ seg­ir Guðríður. Hún seg­ir að samn­inga­nefnd­in muni koma sam­an á ný í næstu viku og þá verði farið yfir stöðuna.

„Við þurf­um að fara yfir þetta mál okk­ar meg­in og svo þurf­um við að funda með okk­ar viðsemj­end­um, í raun­inni er kjara­samn­ing­ur­inn laus þar til annað um semst svo við þurf­um að und­ir­búa okk­ur und­ir samn­ingaviðræður,“ seg­ir Guðríður.

„Ég geng ekk­ert sár frá borði þó svo að þetta hafi verið niðurstaðan, nú bara brett­um við upp erm­ar því það er verk að vinna.“

Frétt mbl.is: 

Vinnu­mat fram­halds­skóla­kenn­ara fellt

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert