Ekkert lyklafrumvarp í smíðum

Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi. mbl.is/Ómar

Svo­kallað lykla­frum­varp var til umræðu í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tím­um á Alþingi í morg­un. Þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Helgi Hjörv­ar, hóf umræðuna og beindi spurn­ing­um sín­um til Ólaf­ar Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra. Spurði hann m.a. hvort að til stæði að leggja fram frum­varpið, sem Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur lofuðu í kosn­ing­ar­bar­áttu sinni árið 2013.

Lykla­frum­varpið sner­ist um mögu­leika fólks til þess að skila lykl­um af heim­il­um sín­um til þess að losna við skuld­sett­ar eign­ir.

Helgi nefndi að Ólöf hafi jafn­framt lofað þessu frum­varpi á flokkráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins árið 2012, en þá var Ólöf vara­formaður flokks­ins.

„Margt fólk sem á í mikl­um erfiðleik­um bind­ur von­ir við að það verði gert. Ég kalla eft­ir því að hæst­virt­ur ráðherra svari því ein­fald­lega núna á miðju kjör­tíma­bili hvort það eigi að efna lof­orðið eða ekki,“ sagði Helgi í dag.

Í svari sínu sagði Ólöf það rétt að lykla­leiðin hafi verið ein þeirra leiða sem hún og flokks­menn henn­ar hafi rætt um á síðasta kjör­tíma­bili. Kallaði hún leiðina „hluta af þeim skuldapæl­ing­um sem ég ræddi um á flokks­ráðsfundi  árið 2012. Allt var þetta liður í því að leita leiða til að hjálpa skuldug­um heim­il­um.“

Nefndi hún skulda­leiðrétt­ing­una svo­kölluðu og að ákveðið hafi verið að fara þá leið í skulda­mál­um heim­il­anna. „Að því stóðum við sjálf­stæðis­menn og stönd­um og höf­um unnið sam­kvæmt því. Þess vegna get ég sagt við hátt­virt­an þing­mann að á þessu stigi er ekk­ert frum­varp í smíðum í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu sem snýr að lykla­mál­um.“

Helgi fór aft­ur í pontu til að svara Ólöfu. Sagði hann að umræða um lykla­mál­in hafi verið meira en pæl­ing­ar á flokks­ráðsfund­in­um árið 2012. 

„Þetta voru samt meira en pæl­ing­ar. Hæst­virt­ur inn­an­rík­is­ráðherra, Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði á flokks­ráðsfundi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mundi leggja lykla­frum­varpið fram í þing­inu. Báðir rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir lofuðu þessu fyr­ir kosn­ing­ar og á hverju stend­ur þá úr því að þeir voru sam­mála um þetta?," spurði Helgi. 

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörv­ar, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert