Hagnaður 81 milljarður

Afkoma bankanna á síðasta ári var umtalsvert betri en árið …
Afkoma bankanna á síðasta ári var umtalsvert betri en árið áður. Samsett mynd/Eggert

Hagnaður þriggja stærstu bankanna nam samtals 81,2 milljörðum króna á síðasta ári. Landsbankinn skilaði mestum hagnaði eftir skatta eða 29,7 milljörðum króna, Arion banki var með 28,7 milljarða hagnað og Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða.

Árið á undan var samanlagður hagnaður bankanna þriggja 64,6 milljarðar króna og hefur því hagnaður þeirra aukist um 26% á milli ára, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Heildareignir bankanna þriggja námu samtals 2.943 milljörðum króna í árslok þar sem hlutur Landsbanka var stærstur eða 37%. Eigið fé þeirra var samanlagt 598,5 milljarðar króna. Mest var eigið fé Landsbankans, 250,8 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er svipað hjá Landsbanka og Íslandsbanka, 29,6%, en 26,3% hjá Arion banka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert