Kvikuflæði mögulega lokið

Sólin skín í gegnum mengunarský frá eldgosinu í Holuhrauni.
Sólin skín í gegnum mengunarský frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/Golli

Engin glóð sást á gosstöðvunum í Holuhrauni þegar flogið var í þyrlu yfir svæðið í dag. Á vefsvæði Veðurstofu Íslands segir að svo virðist sem kvikuflæði sé lokið. Ný og heit kvika kemur því ekki lengur upp um gíga í Holuhrauni. Gasmengun berst þó enn frá gosstöðvunum.

Áfram hefur dregið úr skjálftavirkni í Bárðarbungu og ekki mælst skjálfti yfir M3 að stærð síðan 21. febrúar og ekki yfir M5 að stærð síðan 8. janúar.

GPS mælingar við Vatnajökul sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu, sem benda til þess að kvika flæði enn undan Bárðarbungu. Sig öskjunnar í síðustu viku var um 5 cm á dag, að teknu tilliti til ísskriðs inn að miðju öskjunnar.

Of snemmt er að segja til um hvort gosinu sé lokið. Vísindamannaráð almannavarna kemur saman til fundar í fyrramálið til að fara yfir gögn og leggja mat á framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka