Lítið þarf til að ala á ótta

Lögreglan telur aukna hættu stafa af hryðjuverkamönnum á Íslandi.
Lögreglan telur aukna hættu stafa af hryðjuverkamönnum á Íslandi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Áhættumat ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn var kynnt fyrir nefndarmönnum í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun. Að sögn Páls Vals Björnssonar, varaformanns nefndarinnar, þarf að vanda til verka því lítið þurfi til að ala á ótta í garð minnihlutahópa.

Fulltrúar frá greiningardeild ríkislögreglustjóra kynntu áhættumat sitt sem verður hefur í umræðunni undanfarna daga fyrir nefndarmönnunum í morgun. Í matinu kemur fram að aukin hætta sé talin á því að hryðjuverk verði framin hér á landi. Á fundinn mættu einnig fulltrúar úr nefnd sem vinnur að því að endurskoða lög um útlendinga.

Páll Valur segir fundinn hafa verið fróðlegan og góðan. Menn hafi verið sammála um að skoða þyrfti þessi mál vandlega og af yfirvegun.

„Það er lykilatriði að vanda til verka og gæta orða sinna hvernig menn tala í fjölmiðlum þegar verið er að ræða þessi mál. Það þarf svo lítið til að ala á ótta og úlfúð gagnvart minnihlutahópum og útlendingum,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert