Framhaldsskólakennarar í ríkisreknum framhaldsskólum og Tækniskólanum hafa fellt nýtt vinnumat. Vinnumatið var hinsvegar samþykkt í Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar.
Allsherjaratkvæðagreiðslu um vinnumat Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum lauk á hádegi í dag. Atkvæðagreiðslan hófst mánudaginn 23. febrúar, að því er segir á vef Kennarasambands Íslands.
Kjarasamningur félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum eru því lausir frá og með deginum í dag. og því kemur ekki til þeirra launahækkana sem framundan voru. Þetta á þó ekki við félagsmenn FF og FS er starfa í Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar
Úrslit atkvæðagreiðslunnar í ríkisreknum framhaldsskólum eru svohljóðandi:
Á kjörskrá 1.566
Atkvæði greiddu 1.269 eða 81,0%
Já sögðu 560 eða 44,1%
Nei sögðu 672 eða 53,0%
Auðir seðlar voru 37 eða 2,9%
Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat fór samhliða fram í Tækniskólanum, Verzlunarskóla Íslands og Framhaldsskóla Borgarfjarðar.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar í Tækniskólanum eru svohljóðandi:
Á kjörskrá 163
Atkvæði greiddu 138 eða 84,7%
Já sögðu 23 eða 16,7%
Nei sögðu 115 eða 83,3%
Auðir seðlar voru 0
Úrslit atkvæðagreiðslunnar í Verzlunarskóla Íslands eru svohljóðandi:
Á kjörskrá 86
Atkvæði greiddu 62 eða 72,1%
Já sögðu 54 eða 87,1%
Nei sögðu 6 eða 9,7%
Auðir seðlar voru 2 eða 3,2%
Úrslit atkvæðagreiðslunnar í Menntaskóla Borgarfjarðar eru svohljóðandi:
Á kjörskrá 11
Atkvæði greiddu 11 eða 100%
Já sögðu 10 eða 90,9%
Nei sagði 1 eða 9,1%