Eldgosinu í Holuhrauni er lokið

Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu. Niðurstaða fundarins var að eldgosinu í Holuhrauni væri lokið. Tilefni fundarins var að engin glóð sást á gosstöðvunum þegar flogið var yfir svæðið í gær. 

Eldgosið hófst þann 31. ágúst 2014. Verður áfram fylgst með gasmenguninni frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni. 

Ekki hefur verið ákveðið um að breyta aðgangsstýrða svæðinu norðan Vatnajökuls og munu almannavarnir vinna áfram á hættustigi en litakóði fyrir flug hefur verið lækkaður úr appelsínugulum í gulan. 

Mun vísindamannaráðið aftur koma saman á þriðjudaginn þann 3. mars. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert