„Eitt af stóru undrum veraldar“

Vel á þriðja þúsund ferðamenn fóru í norðurljósaferð á vegum Kynnisferða og Grayline í gærkvöldi. Veðurguðirnir brugðust ekki og var fólk svo gott sem agndofa af hrifningu; svo stórbrotin var ljósadýrðin.

„Það er gaman og gefandi að vera í þessu,“ segir Sigurbergur Árnason, norðurljósastjóri Kynnisferða. „Fólkið er svo þakklátt þegar það sér norðurljósin í fyrsta skipti. Þetta er eitt af stóru undrum veraldar og ein af þessum stóru upplifunum sem fólk man eftir.“

Sigurbergur segir að um 25 rútur hafi farið frá Kynnisferðum og hafi þeim verið dreift um Hellisheiði, Þrengslin og niður á Ölfusárósa. Þetta hafi tekist vel eins og í síðustu ferðum en fyrir það hafi ástandið verið erfitt. „Veðurfarið er búið að vera óhagstætt og skýjafarið einnig. Við höfum því of sjaldan komist í ferðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert