Veðurfréttakonum sagt upp á Stöð 2

365 hefur sagt upp öllum þremur veðurfréttakonum Stöðvar 2. Um …
365 hefur sagt upp öllum þremur veðurfréttakonum Stöðvar 2. Um skipulagsbreytingu er að ræða, að sögn einnar fréttakonunnar. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson

Öllum þremur veðurfréttakonum Stöðvar 2 hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Ingibjörg Karlsdóttir í samtali við mbl.is. Hún, Soffía Sveinsdóttir og Elísabet Margeirsdóttir hafa séð um veðurfréttir á stöðinni á undanförnum mánuðum en var sagt upp nú fyrir helgi.

Að sögn Ingibjargar var ástæðan sögð skipulagsbreytingar á stöðinni. Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi 365 staðfestir í samtali við mbl.is að um skipulagsbreytingar sé að ræða, og að um þær verði tilkynnt á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert