Arion banki hættir við verðhækkanir

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Kristinn

Ari­on banki hef­ur ákveðið að falla frá öll­um fyr­ir­huguðum verðhækk­un­um á gjald­keraþjón­ustu sem taka áttu gildi 1. mars. Eins hef­ur bank­inn ákveðið að hækka ekki verð á þjón­ustu við viðskipta­vini það sem eft­ir lif­ir árs. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem bank­inn hef­ur sent til viðskipta­vina sinna.

„Við höf­um fengið marg­ar ábend­ing­ar frá viðskipta­vin­um okk­ar und­an­farn­ar vik­ur í tengsl­um við verðskrá bank­ans. Við höf­um hlustað á þær ábend­ing­ar og ákveðið að hækka ekki verð á þjón­ustu við okk­ar viðskipta­vini út þetta ár. Við verðum þó að setja þann fyr­ir­vara að ytri áhrifaþætt­ir, eins og t.d. breyt­ing­ar á skatti, gætu leitt til verðbreyt­inga.

Í verðskrá bank­ans voru boðaðar verðhækk­an­ir á gjald­keraþjón­ustu sem áttu að taka gildi 1. mars. Við höf­um nú end­ur­skoðað þær hækk­an­ir og ákveðið að falla frá þeim.

Við mun­um hins veg­ar ekki falla frá nýju af­greiðslu­gjaldi sem snýr fyrst og fremst að viðskipta­vin­um annarra banka og mun skila sér í betri bankaþjón­ustu við viðskipta­vini okk­ar. Þetta er gjald vegna inn­borg­ana reiðufjár og út­tekta reiðufjár af reikn­ing­um í öðrum bönk­um. Við vilj­um benda sér­stak­lega á að þeir sem eru 67 ára og eldri, eða yngri en 18 ára, greiða ekki fyr­ir al­menna gjald­keraþjón­ustu í úti­bú­um okk­ar og það sama mun gilda um þetta gjald.

Við leggj­um áherslu á að þú get­ir valið þá þjón­ustu­leið sem þér hent­ar best. Þú ert alltaf vel­kom­in(n) í úti­bú okk­ar en þú get­ur einnig sinnt þínum dag­legu fjár­mál­um í Ari­on hraðþjón­ust­unni þér að kostnaðarlausu. Þar get­ur þú valið á milli Ari­on apps­ins, net­bank­ans og hraðbank­anna. Við erum þessa dag­ana að vinna að ein­fald­ari og skýr­ari fram­setn­ingu verðskrár­inn­ar. Hér má sjá yf­ir­lit yfir verð á nokkr­um al­geng­um þjón­ustuþátt­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni sem Hösk­uld­ur H. Ólafs­son, ban­ka­stjóri Ari­on banka, rit­ar und­ir.

Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arionbanka.
Hösk­uld­ur H. Ólafs­son banka­stjóri Ari­on­banka. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert