Auglýsa áfengi án allra afleiðinga

Ragný kallar eftir auknu aðhaldi yfirvalda.
Ragný kallar eftir auknu aðhaldi yfirvalda. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ýmis samtök fylgjast vel með áfengisauglýsingum og kvarta reglulega til lögreglu en kvartanirnar skila sér ekki í endanlegum kærum á hendur áfengisauglýsendum.“

Þetta segir Ragný Þóra Guðjohnsen, meðlimur Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og doktorsnemi við menntavísindasvið HÍ. Hún segir bann við áfengisauglýsingum hérlendis liggja mjög ljóst fyrir en segir skort á aðhaldi yfirvalda.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag tekur hún tekur sem dæmi „Bjór-kynningarblað“ sem fylgdi helgarblaði DV þann 27. febrúar síðastliðinn en í kynningarblaðinu var m.a. sagt frá sjö bjórtegundum fyrirtækisins Haugen Gruppen með ítarlegum hætti

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert