Fórnarlömb sjúks fjármálakerfis

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Rax / Ragnar Axelsson

„Ég ætla að ganga lengra en að segja að Evr­ópu­sam­bandið sé í krísu. Ég held að til þess að skilja heim­inn í kring­um okk­ur á þess­um tím­um, þá þurf­um við að átta okk­ur á því að við erum hluti af og fórn­ar­lömb alþjóðlegs fjár­mála­kerf­is sem er sjúkt í innsta eðli.“

Þetta sagði Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Alþýðuflokks­ins, í Eyj­unni á Stöð 2 á sunnu­dag. Í sam­tali við þátta­stjórn­anda, Björn Inga Hrafns­son, tjáði Jón sig m.a. um stöðu mála í Úkraínu og af­nám gjald­eyr­is­hafta.

Þá sagði hann Ísland ekki á leið í Evr­ópu­sam­bandið.

Jón Bald­vin sagði m.a. að hið alþjóðlega fjár­mála­kerfi hefði vaxið þjóðríkj­um og stjórn­mála­öfl­um yfir höfuð, og sett mikl­ar fjár­hags­leg­ar skuld­ir á herðar al­menn­ings frá hruni.

„Upp­reisn al­menn­ings, sem við erum að upp­lifa í Grikklandi og mun­um upp­lifa á Spáni inn­an skamms, bygg­ist á því að stjórn­mála­kerfið hef­ur brugðist,“ sagði Jón Bald­vin. Hann sagði hið stjórn­lausa fjár­mála­kerfi hafa byggt upp því­lík völd að í stað fún­ker­andi lýðræðis væri auðræði við lýði. Dæmi um þetta væru viðtök­ur manna í Brus­sel gagn­vart ný­kjörn­um stjórn­völd­um í Grikklandi.

„Um það er að segja; ætl­um við að virða lýðræðis­leg­ar niður­stöður kosn­inga ef ein­hverj­um í Brus­sel eða í for­ystu Evr­ópu­sam­bands­ins í Þýskalandi mis­lík­ar það?“ sagði Jón Bald­vin, en Ingi Hrafn greip um­mæl­in á lofti og skaut á móti: „Já bíddu við, hér tal­ar Jón Bald­vin Hanni­bals­son. Eiga Íslend­ing­ar að fara þarna inn?“

„Nei nei, við erum ekk­ert á þeirri leið, og taktu eft­ir því að ég segi við erum ekk­ert á leiðinni inn í Evr­ópu­sam­bandið á næst­unni,“ svaraði Jón Bald­vin. Hann sagði Evr­ópu­sam­bandið í fjár­mála- og hag­stjórn­ar­krísu, en sú niður­skurðar­póli­tík sem Þýska­land hefði þröngvað upp á Evr­ópu hefði ekki skilað nein­um ár­angri.

„Og í þriðja lagi er Evr­ópu­sam­bandið núna, eins og reynd­ar Banda­rík­in, í stjórn­málakreppu, ein­fald­lega vegna þess að hags­mun­ir fjár­magns­ins eru svo ráðandi að lýðræðis­leg­ar breyt­ing­ar í gegn­um kosn­ing­ar kom­ast kannski ekki til skila. Kannski erum við að upp­lifa það. Í slíku ástandi skap­ast jarðveg­ur fyr­ir fas­isma og ras­isma, við erum líka að upp­lifa það,“ sagði hann.

Jón Bald­vin sagði póli­tíska umræðu á Íslandi tuð, en aðspurður um „vand­ræði á vinstri vængn­um“ sagðist Jón telja að heima­vinn­una skorti hjá stjórn­ar­and­stöðunni.

„Stjórn­ar­andstaða nær eng­um ár­angri nema hún sann­færi fólk um það að hún hafi aðra framtíðar­sýn, aðrar lausn­ir, og að þær séu raun­veru­leg­ar og trú­verðugar,“ sagði hann m.a.

Hér má sjá viðtal Björns Inga við Jón Bald­vin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert