Píratar eru í stórsókn og mælast nú með þriðja mesta fylgið, eða 15,2 prósent, af flokkunum í landinu samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og greint var frá í tíufréttum Rúv. Píratar hlutu 5 prósent fylgi í síðustu þingkosningum og hafa því þrefaldað fylgi sitt en þeir bæta jafnframt við sig hátt í fjórum prósentustigum milli mánaða.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 26,1 prósent fylgi en Samfylkingin á næst mestu fylgi að fagna eða 17,1prósent.
Björt framtíð hefur einnig bætt við sig og mælist nú með 13,3 prósent fylgi en Vinstri grænir koma þar á eftir með 11,2 prósent fylgi. Framsókn nýtur hinsvegar minnsts stuðnings með 11 prósent fylgi.
Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað milli kannanna og er nú 37 prósent.