Spilling í Betri hverfum Reykjavíkur

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Brynj­ólfs­son, upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, mis­notaði sér aðstöðu sína til að koma eig­in til­lögu í kosn­ing­um um Betri hverfi á fram­færi. Þetta kem­ur fram í bók­un frá full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins á fundi stjórn­kerf­is- og lýðræðisráðs Reykja­vík­ur­borg­ar fyrr í dag en Bjarni komst einnig í frétt­ir í síðustu viku fyr­ir að hafa rif­ist við Björn Jón Braga­son í nafni Reykja­vík­ur­borg­ar á face­booksíðu borg­ar­inn­ar.

Í bók­un full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, þeirr­ar Hild­ar Sverr­is­dótt­ur og Áslaug­ar Maríu Friðriks­dótt­ur, seg­ir: „Vinnu­brögð upp­lýs­inga­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar hafa verið á þann óá­sætt­an­lega hátt að að nota op­in­bera face­booksíðu Reykja­vík­ur­borg­ar til að benda á ákveðin verk­efni og hampa þeim um­fram önn­ur – og þar á meðal hans eigið verk­efni sem hann lagði sjálf­ur til að fengi braut­ar­gengi. Ekki verður annað sagt en að hér sé um spill­ingu að ræða sem er nauðsyn­legt að grípa til aðgerða gegn.“

Í bók­un­inni er Bjarni sagður hafa skrifað eft­ir­far­andi færslu á eig­in face­booksíðu hinn 18. fe­brú­ar 2015: „Endi­lega kjósið hug­mynd­ina mína um göngu­stíg meðfram KR-vell­in­um. Það myndi gera svo mikið fyr­ir svæðið og auðvelda öll­um sönn­um KR-ing­um að ganga eða hjóla á völl­inn.“

Hinn 20. fe­brú­ar 2015 seg­ir svo á op­in­berri face­booksíðu borg­ar­inn­ar: „Hér gæti komið gang­stétt meðfram KR-vell­in­um ef íbú­ar í Vest­ur­bæ kjósa þá hug­mynd sem er á lista yfir verk­efni í Vest­ur­bæn­um. Það sést ekki al­veg á mynd­inni en þarna meðfram girðing­unni er ein­ung­is gras­ræma. Ekki gleyma að kjósa verk­efn­in sem þú set­ur í for­gang í þínu hverfi.“

Á fund­in­um var ákveðið að óska eft­ir því að innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar rann­sakaði málið.

Afar al­var­legt mál

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, ann­ar tveggja full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í ráðinu, seg­ir ábend­ingu um málið hafa borist frá borg­ar­búa sem blöskraði fram­ferði Bjarna. Seg­ir hún ámæl­is­vert fyr­ir meiri­hlut­ann að tvær vik­ur hafi liðið án þess að gripið væri inn í þessi vinnu­brögð.

„Ég myndi telja að þetta væri afar al­var­legt mál. Við meg­um ekki gleyma að fjár­magnið sem fer til þess­ara verk­efna er talið í hundruðum millj­óna og þetta eru bind­andi ákv­arðanir og skipta því gríðarlega miklu máli,“ seg­ir Hild­ur.

„Þarna er ein helsta mál­pípa Reykja­vík­ur að hygla sínu verk­efni um­fram önn­ur. Reykja­vík­ur­borg er ekki aðeins að gera upp á milli svona verk­efna í kosn­ingu sem á að vera hlut­laus af hálfu hins op­in­bera held­ur er hann að hampa sínu eig­in verk­efni. Það ber auðvitað að skoða.“

Aðeins 7% kjör­sókn

Hild­ur lagði einnig fram til­lögu á fund­in­um um að Betri hverfi verði end­ur­skoðuð áður en haldið verði í fleiri slík­ar kosn­ing­ar enda hafi ein­ung­is verið 7% kosn­ingaþátt­taka.

„Beint lýðræði og það að færa valdið til fólks­ins hljóm­ar vel en við þurf­um að at­huga hvort það sé eitt­hvað sem er í raun meiri áhugi fyr­ir hjá stjórn­mála­mönn­um en hinum al­menna borg­ara. Það breyt­ir því hins veg­ar ekki að í þess­um kosn­ing­um eru tekn­ar ákv­arðanir sem hafa af­ger­andi áhrif á nærum­hverfi fólks en eng­inn ber póli­tíska ábyrgð á þeim,“ seg­ir Hild­ur.

Hún bend­ir á að oft séu skipt­ar skoðanir um breyt­ing­ar í hverf­um enda hafi flest sína kosti og galla. Með hver­fis­kosn­ing­un­um hafi ákvörðun­ar­valdið verið fært í hend­ur 7% borg­ar­búa og hin 93% geti hvergi leitað rétt­ar síns. Hún seg­ir því mik­il­vægt að kosn­ing­in um Betri hverfi verði end­ur­skoðuð, ekki aðeins út frá aðgerðum upp­lýs­inga­stjóra borg­ar­inn­ar held­ur frá grunni enda sé um dýr verk­efni og bind­andi ákv­arðanir að ræða.

„Auðvitað vill maður ekki hengja einn né neinn og ég vil ekki að umræðan um Bjarna snú­ist eitt­hvað um hann sem mann­eskju, það geta all­ir gert mis­tök. En þetta sýn­ir að það er ekki al­veg búið að hugsa þessa aðgerð til enda.“

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.
Bjarni Brynj­ólfs­son, upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar.
Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert