Stöðvuð í Leifsstöð með titrara

Leifsstöð.
Leifsstöð. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lögreglan á Suðurnesjum var nýverið kvödd að einum landganga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna tösku sem verið var að ferma um borð í flugvél á leið til London. Grunsemdir vöknuðu sökum þess að eitthvað titraði greinilega í henni. Var haft uppi á eigandanum sem heimilaði að hún yrði opnuð.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þá hafi gefið „að líta tæki sem konur hafa stundum við höndina sér til yndisauka, svokallaðan titrara, sem hrokkið hafði í gang. Var slökkt á tækinu og taskan sett um borð að því búnu.

Atvik af svipuðu tagi eiga sér alltaf öðru hvoru stað á Keflavíkurflugvelli og er flugfarþegum bent á að ganga þannig frá rafmagnstækjum, svo sem rakvélum, tannburstum og öðru slíku, að þau geti ekki hrokkið í gang við minnsta núning eða högg“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert