Ekki virðist hægt að tengja fjölgun á biðlistum eftir skurðaðgerðum beint við verkfall lækna í lok síðasta árs þar sem aukningin er ekki áberandi meiri en verið hefur undanfarið ár. Þó er heldur ekki hægt að útiloka að fjölgun á sumum biðlistum sé vegna verkfallsins.
Þetta kemur fram í Talnabrunni embættis landlæknis.
Á heildina litið er um fjölgun á biðlistum að ræða eða óbreytt ástand á biðlistum þeirra völdu skurðaðgerða sem hér um ræðir frá síðustu mælingu í október. Greina má fækkun á biðlistum þriggja aðgerðahópa.
Eftir sem áður eru fjölmennustu biðlistarnir eftir skurðaðgerð á augasteini og gerviliða-
aðgerðum á mjöðm og hné. Mest áberandi er fjölgun á biðlista eftir skurðaðgerð á augasteini en sú aukning sýnist þó vera meiri en raunin er vegna breyttra forsendna við talningar á biðlistum.
Í tölunum er miðað við þann fjölda sem hefur beðið eftir aðgerð í 3 mánuði eða lengur.
<a href="http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item26428/Talnabrunnur_februar_2015.pdf" target="_blank">Talnabrunnur embættis landlæknis.</a>