Lokunum aflétt við Dettifoss

Ferðamenn við Dettifoss.
Ferðamenn við Dettifoss. mbl.is/RAX

Í ljósi þess að eldgosinu í Holuhrauni er lokið og dregið hefur úr jarðhræringum í Bárðarbungu hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra ákveðið að aflétta lokunum í Jökulsárgljúfrum, norðan þjóðvegar 1.  Ennþá er þó fólk hvatt til að fara um með gát og og dvelja ekki lengi niður í gljúfrunum sjálfum og vera í fjarskiptasambandi, segir í frétt á vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Áfram er í gildi lokun í kringum Holuhraun og verður ákvörðun um framhaldið tekið í byrjun næstu viku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka