Öllum áhugasömum forriturum í framhaldsskólum landsins er boðið í Háskólann í Reykjavík laugardaginn 7. mars kl. 11-13 í ókeypis forritunarbúðir. Það er tölvunarfræðideild HR sem stendur að viðburðinum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Æfingabúðirnar henta sérstaklega þeim sem hafa ekki forritað áður. Æfingabúðirnar eru liður í upphitun fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem er í HR 13.-14. mars.
Ókeypis er í búðirnar og þær henta sérstaklega vel þeim sem hafa ekki forritað áður. Ekki þarf að skrá, nóg er að mæta bara á staðinn, í stofu V108 í HR.
Forritunarkeppni framhaldsskólanna verður haldin í Háskólanum í Reykjavík á pí-deginum 14. mars nk. Keppnin er fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum. Keppt er í þremur deildum: Kósínus, Sínus og Pí.