Eitt ár fyrir kókaínsmygl

AFP

Brasilísk kona hefur verið dæmd í eins árs fangelsi fyrir smygl á rúmu hálfu kílói af kókaíni hingað til lands. Konan, sem var burðardýr, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 10. nóvember. 

Konan smyglaði  511,16 grömmum af kókaíni, með 54% – 56% styrkleika hingað til lands í nóvember í fyrra. Efninu smyglaði hún í ágóðaskyni, að beiðni annarra manna,  frá Brasilíu, með við­komu í Frakklandi.

Hún var með kókaínið falið á lík­ama sínum og farangri og átti dópið að mestu að fara í sölu hér á landi. Konan afhenti manni stærstan hluti dópsins, 447,43 g, á hótelherbergi sínu í Reykjavík það sama kvöld, 9. nóvember 2014.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að það sé virt konunni til málsbóta að hún hafi játað og að undir rannsókn málsins sýndi hún ákveðinn samstarfsvilja. Þá nýtur engra gagna um að hún hafi áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Jafnframt þykir verða að leggja til grundvallar, sem telja verður upplýst í málinu, að aðkoma hennar  hafi afmarkast við flutning efnanna hingað til lands, hún hafi hvorki komið að skipulagningu né fjármögnun innflutningsins.

Sá tími sem hún hefur setið í gæsluvarðhaldi verður dreginn frá dómi yfir henni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert