„Tómur gígur blasir við“

Ármann Höskuldsson tók þessa mynd af norðurenda gígs sem sýnir …
Ármann Höskuldsson tók þessa mynd af norðurenda gígs sem sýnir útfallið úr gíg, sem er um 50 metra breitt og 40 metra djúpt.

„Hér er bara tómur gígur sem blasir við, en rýkur úr hér og þar. Þetta er tröllslegt en um leið fallegt að sjá, ef svo má að orði komast,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Morgunblaðið um miðjan dag í gær.

Hann var þá staddur á gígbarmi eldstöðvarinnar í Holuhrauni en gosinu lauk formlega sl. föstudag, að því er fram kemur í umfjöllun um eldstöðvarnar í Morgunblaðinu í dag.

Hæsti tindur gígsins er um 70 metra hár en sjálfur megingígurinn er 600-700 metrar að lengd. Ármann var ásamt hópi vísindamanna frá Jarðfræðistofnun HÍ, Veðurstofunni og Bresku jarðfræðistofnuninni við mælingar á gasmengun við eldstöðvarnar, sýnatöku í hrauninu og uppsetningu á nýjum mælitækjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert