Kallar á stærri höfn

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. Árni Sæberg

Útlit er fyrir að 40 skemmtiferðaskip komi til Vestmannaeyja í sumar eða um tvöfalt fleiri en í fyrra.

Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, segir minnst þriðjung væntanlegra skipa of stóran til þess að geta komið inn í höfnina. Þessi aukna umferð kalli, ásamt þörfinni fyrir að geta tekið á móti stærri flutningaskipum, á að byggður verði stórskipakantur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Páll Marvin Jónsson, formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, það hafa komið til umræðu hjá samtökunum um daginn hvort fjöldi ferðamanna sé kominn að þolmörkum á vinsælustu stöðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert