Mikilvægt að upplýsa moskumálið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Mér þótti þessi frétt ein­fald­lega vekja upp spurn­ing­ar. Í fyrsta lagi hvort búið sé að tryggja eitt­hvert fjár­magn, í ann­an stað hvort því fylgi ein­hver skil­yrði og upp­lýsa málið,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is vegna frétta í gær af því að stjórn­völd í Sádi Ar­ab­íu ætli að leggja sem nem­ur 135 millj­ón­um króna til mosku­bygg­ing­ar hér á landi.

Dag­ur skrifaði á Face­book-síðu sína í gær að málið þarfnaðist að hans mati skýr­inga og umræðu. Hann hafi óskað eft­ir því við mann­rétt­inda­skrif­stofa Reykja­vík­ur­borg­ar að hún aflaði upp­lýs­inga um málið sem og reynslu ná­grannaþjóða í þess­um efn­um og annað sem kynni að skipta máli. Und­ir þetta tók Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og sagði að spyrja þyrfti þeirr­ar spurn­ing­ar hvað ein­ræðis­ríkj­um eins og Sádi Ar­ab­íu, sem virtu ekki grund­vall­ar­mann­rétt­indi, gengi til með slík­um fjár­fram­lög­um. 

Spurður hvort borg­ar­yf­ir­völd geti aðhafst eitt­hvað ef í ljós kem­ur að fjár­magna eigi bygg­ingu mosku með ein­hverj­um hætti sem þau telji óá­sætt­an­legt seg­ir Dag­ur að það sé ekki ljóst en það yrði ein­fald­lega að skoða ef sú staða kæmi upp. „En ég áskil mér all­an rétt á að hafa skoðun á mál­inu. Mér finnst það vera hluti af því að búa í opnu og frjálsu sam­fé­lagi að koma jafnt fram við trú­fé­lög og mis­muna þeim ekki. En að sama skapi er hluti af því að búa í slík­um sam­fé­lagi sem legg­ur áherslu á mann­rétt­indi að hafa skoðun á því sem fram fer.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert