Lög um náttúrupassa munu ekki ná þeim yfirlýsta tilgangi sínum „að stuðla að verndun náttúru Íslands með nauðsynlegri uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða svo og að styðja við málefni er tengjast öryggismálum ferðamanna.“
Þetta segir í umsögn Þjóðgarðsins á Þingvöllum um frumvarpið. Framkvæmd og útfærsla laganna „sé of flókin, margbrotin og álitaefni mörg“.
Þjóðgarðurinn leggur til nokkrar leiðir til að innheimta gjöld, m.a. að tekin verði upp aðstöðugjöld í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.