SAF leituðu til ráðherra vegna flugvallarins

Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), …
Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), og formaður Valsmanna hf. mbl.is/Kristinn

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem jafnframt er formaður Valsmanna hf., og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, fóru fyrr í vikunni á fund Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem m.a. málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd.

Ráðherranum var afhent bréf frá SAF þar sem þess var farið á leit að hún tæki „málefni flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli upp við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að tryggja flugöryggi á flugvellinum og jafnframt verði kannað innan ráðuneytisins hvort Reykjavíkurborg hafi heimild til að taka jafn afdrifaríka ákvörðun um þetta mikilvæga samgöngumannvirki og raun ber vitni um“, eins og segir orðrétt í bréfi SAF.

Grímur var í gær spurður hvort hann bæri ekki kápuna á báðum herðum, varðandi það að vera formaður SAF, sem berst fyrir óbreyttum Reykjavíkurflugvelli, og formaður Valsmanna, sem vegna byggingaráforma sinna á Hlíðarenda vilja neyðarbrautina 06/24 burt: „Nei, það geri ég ekki. Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Valur eru ekki að berjast gegn þessari braut.

Hlíðarendi. Mikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð.
Hlíðarendi. Mikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð. Tölvuteikning/Alark
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert