Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem jafnframt er formaður Valsmanna hf., og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, fóru fyrr í vikunni á fund Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem m.a. málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd.
Ráðherranum var afhent bréf frá SAF þar sem þess var farið á leit að hún tæki „málefni flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli upp við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að tryggja flugöryggi á flugvellinum og jafnframt verði kannað innan ráðuneytisins hvort Reykjavíkurborg hafi heimild til að taka jafn afdrifaríka ákvörðun um þetta mikilvæga samgöngumannvirki og raun ber vitni um“, eins og segir orðrétt í bréfi SAF.
Grímur var í gær spurður hvort hann bæri ekki kápuna á báðum herðum, varðandi það að vera formaður SAF, sem berst fyrir óbreyttum Reykjavíkurflugvelli, og formaður Valsmanna, sem vegna byggingaráforma sinna á Hlíðarenda vilja neyðarbrautina 06/24 burt: „Nei, það geri ég ekki. Valsmenn hf. og Knattspyrnufélagið Valur eru ekki að berjast gegn þessari braut.