Ríki íslams á njala.is?

mbl.is/skjáskot

Svo virðist sem tölvuþrjót­ar hafi tekið yfir heimasíðu Sögu­set­urs­ins á Hvols­velli, njala.is, en á forsíðu vefsvæðis­ins er að finna skila­boð um að síðan hafi verið „hökkuð“ af hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams.

„Við erum alls staðar ;),“ seg­ir á vefsíðunni á ensku, en þegar síðan er heim­sótt glym­ur við tónlist á ar­ab­ískri eða áþekkri tungu. Þá er einnig að finna í skila­boðum tölvuþrjót­anna vef­slóð á Face­book-síðu, sem virðist vera óvirk.

Stund­in sagði fyrst frá mál­inu

Upp­fært kl. 15.38:

Ísólfi Gylfa Pálma­syni, sveit­ar­stjóra Rangárþings eystra, var ekki kunn­ugt um málið þegar mbl.is ræddi við hann rétt í þessu, en hann heim­sótti njala.is um miðjan dag í gær og þá var allt með felldu á heimasíðunni.

Ekki hef­ur náðst í for­stöðumann Sögu­set­urs­ins.

Upp­fært kl. 16.08:

„Það sem ég mun gera næst er nátt­úr­lega í fyrsta lagi að reyna að koma þessu út af síðunni, og fá þá aðstoð til þess, til­kynna þeim sem ég er með síðuna hjá, hýs­ing­araðilan­um, að þetta hafi gerst, og vænt­an­lega þarf ég af fá aðstoð viðkom­andi til að koma þessu út.“

Þetta seg­ir Sig­urður Hró­ars­son, for­stöðumaður Sögu­set­urs­ins á Hvols­velli, um skila­boðin sem nú blasa við á njala.is. Hann heyrði fyrst af mál­inu þegar fjöl­miðlar fóru að spyrj­ast fyr­ir um það fyr­ir stundu.

„Sögu­setrið er opið en ég var að vinna í öðru og hef ekki kíkta á síðuna í dag,“ seg­ir Sig­urður. „En við kíkt­um á hana í gær og þá var þetta nú ekki, þannig að þetta hef­ur komið á hana í dag.“

Sig­urður seg­ir að svo virðist sem starfs­menn safns­ins munu ekki ráða við að taka skila­boðin út af síðunni.

„Það er ekki hægt að klikka þarna á neitt eða gera neitt, þannig að okk­ur sýn­ist ekki að við mun­um ráða við að koma þessu út. En ef það er ekki þá mun­um við nátt­úru­lega leita strax til ein­hverr­ar sér­fræðiþjón­ustu, hvort sem það er hýs­ing­araðil­inn eða önn­ur tækniaðstoð. Það er auðvitað núm­er eitt hjá okk­ur að hreinsa okk­ar síðu af þess­um óþverra,“ seg­ir hann.

En hyggst hann leita til lög­reglu?

„Ég er bara ekki bú­inn að gera það uppi við mig, þ.e.a.s. ég ætla að leita mér upp­lýs­inga um hvort ástæða sé til þess,“ seg­ir hann.

Upp­fært kl. 16.11:

Búið er að loka síðunni njala.is.

Upp­fært kl. 16.15:

Og það er búið að opna hana aft­ur, að því er virðist í upp­runa­legu ástandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert