Áratuga skógrækt í hættu

Uppbygging í trjárækt á Íslandi er sögð vera í hættu …
Uppbygging í trjárækt á Íslandi er sögð vera í hættu á að fara forgörðum vegna mikil samdráttar í gróðursetningu undanfarin ár. Ljósmynd/Skógrækt ríkisins

Stjórn Skóg­rækt­ar­fé­lags Íslands lýs­ir yfir áhyggj­um af stór­felld­um sam­drætti í nýgræðslu skóga en leita þarf aft­ur til árs­ins 1989 til þess að finna lægri töl­ur um heild­ar­gróður­setn­ingu skóga á land­inu. Verði ekk­ert að gert sé ljóst að ára­tuga upp­bygg­ing­ar­starf muni fara for­görðum.  

Árið 2014 voru gróður­sett­ar um 2,9 millj­ón­ir trjáplantna á Íslandi, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu stjórn­ar fé­lags­ins. Það er mik­ill sam­drátt­ur sé litið til síðustu sex ára. Aft­ur­hvarf um ald­ar­fjórðung er sögð al­var­leg staða þegar horft sé til upp­bygg­ing­ar á innviðum skóg­rækt­ar á und­an­förn­um árum. Ef þró­un­inni verði ekki snúið við hið fyrsta blasi við að það mikla upp­bygg­ing­ar­starf sem hafi átt sér stað frá því um 1990 verði fyr­ir miklu tjóni á sama tíma og tæki­færi til skóg­rækt­ar hafi aldrei verið meiri. Mesta tjónið liggi þó í töpuðum mannauði og engri end­ur­nýj­un eða ný­sköp­un og svo tapaðri auðlind og vistþjón­ustu skóga sem ekki verða til.

Ljóst sé að það muni taka nokk­ur ár að ná sam­bæri­leg­um af­köst­um og árið 2007 en þá náði gróður­setn­ing há­marki þegar gróður­sett­ar voru hér á landi rúm­lega 6,1 millj­ón­ir trjáplantna.

„Tæki­færi hér á landi til fjölþættr­ar at­vinnu­upp­bygg­ing­ar í skóg­rækt og land­græðslu eru mik­il og sömu­leiðis tæki­fær­in til þess að draga úr upp­söfn­un gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti með þeirri hag­kvæmu og skil­virku leið að binda kol­efni, með auk­inni skóg­rækt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert