„Það er alveg nauðsynlegt að ná samningum, það hefði verið æskilegt að ná samningum um áramót, en það hefur dregist, en það er mjög mikilvægt,“ segir Árni í kvöldfréttum RÚV. Segir hann jafnframt að það gæti komið til greiðslufalls. Bætir hann við að þetta sé þó ekki í fyrsta skipti sem bæjarfélagið sendir tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem fram kemur að náist ekki samkomulag um niðurfellingu skulda sveitarfélagsins komi til greiðslufalls hjá bæjarfélaginu.
„Þetta eru aðilar í gegnum Glitni, þetta eru skuldbindingar sem tengjast okkar fasteignafélagi sem þarf þá að endursemja um og átti að vera búið að gera um áramót eins og ég segi. Það voru mjög hagstæðir samningar til áramóta en svo eru þeir að breytast og það er gríðarlega mikilvægt að ná þessu niður,“ segir Árni.
„Ég held að ég beri ábyrgð á því að við erum búin að byggja gott og öflugt samfélag,“ segir Árni aðspurður hvort hann beri ekki nokkra ábyrgð á stöðunni, sem fyrrverandi bæjarstjóri. „Við erum búin að vera að byggja hér atvinnulífið, við erum búin að vera að standa okkur vel í menntun og ég skal bera ábyrgð á því. Jafnframt hefur ekki gengið að ná upp ýmsum verkefnum, sérstaklega í atvinnumálum. Það er mikill kostnaður og það er það sem við erum að glíma við. Svo ég skal alveg bera ábyrgð á þessu öllu.“
Fyrri frétt mbl.is: