Jafnrétti yfirskin í pólitík

Konur fjölmenntu á árlegan baráttufund í Iðnó í tilefni af …
Konur fjölmenntu á árlegan baráttufund í Iðnó í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem víða var haldinn hátíðlegur í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Alþjóðlegur dagur kvenna var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær en þema dagsins var „Make it happen“, eða Láttu það gerast.

Af því tilefni var efnt til baráttufundar í Iðnó undir yfirskriftinni „Femínismi gegn fasisma“ þar sem leitað var svara um hvort stjórnmálaþátttaka kvenna og hugmyndafræði femínismans gæti veitt svör eða andspyrnu við vaxandi fylgi hægriöfgaflokka í Evrópu.

Fundurinn var með hátíðarsniði vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á árinu og voru jafnréttismál hinna ýmsu minnihlutahópa ofarlega á baugi á fundinum, að því er fram kemur í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert