Kosningaloforð upp á 500 nýja skóla

David Cameron
David Cameron AFP

Ef Íhaldsflokkurinn fer með sigur af hólmi í komandi þingkosningum í Bretlandi þá mun hann standa að byggingu 500 nýrra grunnskóla í landinu. Þetta er meðal þess sem David Cameron, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, mun kynna í dag, samkvæmt frétt Guardian. Um er að ræða 270 þúsund ný pláss í um 500 skólum víðsvegar um Bretland fyrir árslok 2020. 

Þegar hefur verið veitt samþykki fyrir byggingu 49 nýrra skóla sem allir munu veita ókeypis menntun. Bretar ganga að kjörborðinu í maí.

Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert