Níðist á þeim sem minna mega sín

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Golli

Sala á áfengi í mat­vöru­versl­un­um er fyr­ir­komu­lag sem níðist á þeim sem minna mega sín gagn­vart áfengi og væri komið á til þess að auka leti manna sem enn standa í þeirri trú að þeir ráði við það. Þetta seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, um áfeng­is­frum­varpið í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar seg­ir Kári að mark­miðið með frum­varp­inu virðist vera að minnka það ómak sem þeir verða fyr­ir sem vilja kaupa áfengi. Það yki hins veg­ar til muna vanda þeirra sem vilja ekki kaupa áfengi en reyn­ist það erfitt.

„Áfengi er nefni­lega ávana­bind­andi fíkni­efni sem ég er viss um að flytj­end­ur frum­varps­ins vita þótt þeir láti nú eins og þeir geri það ekki. Ein setn­ing í grein­ar­gerð með frum­varp­inu byrj­ar svona: „þó hægt sé að mis­nota áfengi“. Af þessu mætti ráða að það reyn­ist mönn­um erfitt að mis­nota áfengi þótt það sé mögu­legt; mis­notk­un á áfengi sé eins og að stökkva 2 metra og 30 senti­metra í há­stökki, ein­ung­is á færi út­valdra,“ skrif­ar Kári.

Staðreynd­in sé hins veg­ar sú að 15% lands­manna leiti sér hjálp­ar ein­hvern tíma á æv­inni vegna mis­notk­un­ar áfeng­is að því marki að hún upp­fyll­ir þröng­ar skil­grein­ing­ar á alkó­hól­isma. Það séu því 48.000 núlif­andi Íslend­ing­ar sem verið væri að egna fyr­ir með áfengi í mat­vöru­versl­un­um. 

„Sala á áfengi í mat­vöru­versl­un­um er fyr­ir­komu­lag sem níðist á þeim sem minna mega sín gagn­vart áfengi og væri komið á til þess að auka leti manna sem enn standa í þeirri trú að þeir ráði við það og til þess að þjóna þeirri út­færslu á hug­mynda­fræði frjáls­hyggj­unn­ar að best sé að leyfa öll­um allt án til­lits. Þetta rím­ar á eng­an hátt við það hvernig við reyn­um að öðru leyti að fara með þá sem minna mega sín í ís­lensku sam­fé­lagi,“ skrif­ar Kári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert