Enn lokað um Hellisheiði

Hellisheiði. Myndin er úr safni.
Hellisheiði. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Enn er lokað um Hell­is­heiði, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni stend­ur til að opna veg­inn um Sand­skeið og Þrengsli klukk­an 00:30.

Á morg­un er gert ráð fyr­ir sunn­an átt, 10 til 20 metr­um á sek­úndu. Hvass­ast verður norðvest­an ti. Í fyrra­málið verður suðvest­an átt vest­an til á land­inu þar sem vind­styrk­ur verður á bil­inu 10 til 18 metr­ar á sek­únd­ur. Verður minnk­andi élja­gang­ur og læg­ir eft­ir há­degið. Á aust­an­verðu land­inu verður sunn­an- og síðan vestanátt og vind­styrk­ur 3 til 10 metr­ar á sek­úndu og úr­komu­lítið. Gert er ráð fyr­ir vægu frosti víðast hvar.

 Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni er hálka og élja­gang­ur er á Mos­fells­heiði en þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur er á Gjá­bakka. Ófært er á Krísu­vík­ur­vegi. Á Suður­landi er snjóþekja og skafrenn­ing­ur á flest­um leiðum þó er þæf­ings­færð efst á Land­vegi. Hálku­blett­ir og óveður er á Suður­stranda­vegi og snjóþekja og óveður und­ir Eyja­fjöll­um.

Á Vest­ur­landi er snjóþekja eða hálku með élja­gangi og skafrenn­ingi. Ófært er á Bröttu­brekku en hálka og óveður á Holta­vörðuheiði. Hálka og óveður er á Vatna­leið og í Kolgrafaf­irði. Ófært er á Fróðár­heiði og í Staðarsveit. Lokað í Bú­lands­höfða. Hálka og óveður er á Mýr­um. Ófært er í Hval­f­irði.

Á Vest­fjörðum er víða hálka og snjóþekja og skafrenn­ing­ur.  Ófært og stór­hríð er á Gem­lu­falls­heiði. Snjóþekja og élja­gang­ur er á Flat­eyr­ar­vegi og í Súg­andafirði. Ófært er frá Ísafriði og inn í Súðavík en þung­fært í Ísa­fjarðar­djúpi. Stein­gríms­fjarðar­heiði er lokuð og ófært og stór­hríð á Þrösk­uld­um. Þung­fært og stór­hríð er á Hjall­háls. Ófært og stór­hríð er á Kletts­háls, Hálf­dáni, Mikla­dal og Kleif­a­heiði.

Það er hálka eða hálku­blett­ir á Norður­landi vestra. Snjóþekja og stór­hríð er á Öxna­dals­heiði. Á Norðaust­ur­landi er hálka eða hálku­blett­ir og skafrenn­ingi. Hálka og óveður er á Hólas­andi, Háls­um og á Mý­vatns­ör­æf­um.

Á Aust­ur­landi er ófært á Fjarðar­heiði og í Oddsk­arði. Hálka og óveður er á Vatns­karði eystra. Hálka eða snjóþekja er með suðaust­ur­strönd­inni og sumstaðar élj­ar. Snjóþekja og stór­hríð er í Öræf­um. Hálku­blett­ir og Óveður er á Mýr­dalss­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert