„Ef skoðun Ríkisendurskoðunar er þessi, þá verðum við að fara eftir henni,“ sagði Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia í viðtalinu.
Kom jafnframt fram að Isavia hafi einnig greitt ferðakostnað annarra fjölskyldumeðlima stjórnenda félagsins, en í svari til Kastljóss segir Isavia að hann hafi verið endurgreiddur. Í upphafi þáttar kom fram að Isavia hafi neitað að svara því hvort kostnaðurinn hafi verið endurgreiddur fyrir eða eftir að Kastljós sendi upphaflega fyrirspurn um málið.
Björn Óli upplýsti svo í þættinum í kvöld að í það minnsta einu tilfelli hefði ekki verið endurgreitt fyrr en eftir fyrirspurn Kastljóss um málið. Var það vegna kostnaðar við ferðar dóttur forstjórans frá því fyrir tveimur árum. Sú ferð hefur nú verið endurgreidd og fleiri slíkar vegna ferðalaga fjölskyldumeðlima stjórnenda Isavia. Ríkisendurskoðun telur það ekki eðlilegt, jafnvel þó kostnaður sé endurgreiddur. Það sé enda ekki hlutverk opinberra fyrirtækja að stunda lánastarfsemi.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér.