Ríkistekjur sjaldan meiri

Efnahagsbatinn er farinn að skila ríkissjóði auknum tekjum. Arðgreiðslur áttu …
Efnahagsbatinn er farinn að skila ríkissjóði auknum tekjum. Arðgreiðslur áttu verulegan þátt í tekjuaukanum í fyrra. mbl.is/Golli

Tekjur ríkissjóðs í fyrra voru á þriðju milljón króna á hvern Íslending og hafa þær aðeins tvisvar verið meiri frá árinu 1998.

Tekjurnar voru hærri árið 2005, þegar sala Símans skilaði ríkissjóði tugum milljarða, og þensluárið 2007, þegar einkaneyslan sló met, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Fjármálafyrirtækið Analytica vann greiningu á þróun ríkistekna að beiðni Morgunblaðsins. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir arðgreiðslur eiga verulegan þátt í því að tekjur ríkissjóðs jukust svo mikið í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert