Farfuglarnir halda sínu striki

Skúmurinn er meðal þeirra farfugla sem eru mættir til landsins.
Skúmurinn er meðal þeirra farfugla sem eru mættir til landsins. mbl.is/RAX

Farfuglarnir virðast halda sínu róli þótt það sé frost á Fróni og örli ekki á vori í lofti.

Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur haldið skrá yfir fyrstu komur farfugla allt frá árinu 1998 þar til nú. Hann hefur einnig reiknað komudaga þeirra að meðaltali á þessu tímabili, að því er fram kemur í umfjöllun um komu farfugla í Morgunblaðinu í dag.

Sílamáfurinn sást nú fyrst 21. febrúar en hann hefur að jafnaði komið 25. febrúar. Álftin kom á svipuðum tíma nú og undanfarin tvö ár. Farálftir sáust hér 16. febrúar í fyrra og 21. febrúar 2013. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn, sá einmitt 84 álftir í Lóni snemma í þessum mánuði. Álftin hefur komið að meðaltali 4. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert