Fóru yfir Al Thani-dóm með aðstandendum

Í efri röð eru þeir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már …
Í efri röð eru þeir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Í þeirri neðri eru Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson. mbl.is/Kristinn

Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu, skipulagði fund fyrir aðstandendur sakborninganna þar sem verjendur fóru yfir dóm Hæstaréttar í málinu.

Fundurinn fór fram á Hilton í gær þar sem um 250 manns voru mættir. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Þar segir að Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, og Ólafur Eiríksson, verjandi Sigurðar Einarssonar hafi tekið til máls á fundinum. Auk þess hafi Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, mætt á fundinn til þess að tjá skoðun sína á dómnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert