Launin hækka

Laun stjórnarmanna VÍS hækka um 75%.
Laun stjórnarmanna VÍS hækka um 75%. VÍS

Stjórnir flestra þeirra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina leggja til við aðalfundi að stjórnarlaun verði hækkuð.

Mest er hækkunin hjá VÍS eða 75% en þar verða aukagreiðslur aflagðar um leið. Þá hækkar launahæsta stjórnin, sú sem situr í Marel, um 10%. Þar á bæ fá stjórnarmenn greitt í evrum en gengisþróun hefur fremur dregið úr því sem íslenskir stjórnarmenn bera úr býtum.

Í kjölfar þess að lífeyrissjóðurinn Gildi setti sér hluthafastefnu hafa forsvarsmenn hans lagt fyrirspurnir fyrir nokkur þeirra fyrirtækja sem stefna að eða hafa nú þegar hækkað stjórnarlaun. Meðal annars hefur fyrirspurnum verið beint að VÍS og Marel, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert