Síðustu misseri hafa dagvöruverslanir ekki lækkað verð í samræmi við styrkingu á gengi krónunnar.
Samkeppniseftirlitið heldur þessu fram í nýrri skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði. Sé þetta rétt hefur það haft áhrif á þróun kaupmáttar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir „samkeppni á dagvörumarkaði mjög þýðingarmikla fyrir neytendur“. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það alvarlegt mál að gengisstyrking krónu hafi ekki skilað sér til neytenda. „Það þarf að tryggja eftirfylgni með skýrslunni,“ segir Jóhannes.
Neytendur njóta ekki betri kjara