Herma ekki eftir Elvis

Páll Rósinkranz, Björgvin Halldórsson og Bjarni Arason halda allir upp …
Páll Rósinkranz, Björgvin Halldórsson og Bjarni Arason halda allir upp á Elvis Presley. Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki að fara að herma eft­ir El­vis,“ seg­ir Björg­vin Hall­dórs­son um tón­leika­sýn­ing­una El­vis lif­ir, sem hald­in verður í Hörpu 30. maí næst­kom­andi. „Við ætl­um ekki í Las Vegas-bún­ing­inn.“

„Al­deil­is ekki,“ bæt­ir Bjarni Ara­son við en hann syng­ur líka í sýn­ing­unni. „Það er full­mannað í þeirri deild.“

„Mark­miðið er að gera þetta af virðingu, bæði fyr­ir mann­in­um, El­vis Presley, og þess­ari dá­sam­legu tónlist. Ekki má van­v­irða El­vis, “ seg­ir Björg­vin.

Ein­mitt þess vegna ætla þre­menn­ing­arn­ir að syngja lög­in með sínu nefi. „Við hint­um í karl­inn en þykj­umst ekki vera hann,“ seg­ir þriðji aðal­söngv­ar­inn, Páll Rós­inkr­anz.

Sung­in verða lög frá öll­um ferli El­vis og fé­lag­arn­ir viður­kenna að ekki verði auðvelt að koma efn­is­skránni sam­an – af nægu sé að taka.

„Fólk kem­ur ekki bara á svona tón­leika til að hlusta á góð lög, held­ur ekki síður til að upp­lifa líf sitt gegn­um þau,“ seg­ir Bjarni og Björg­vin tek­ur í sama streng. „El­vis sam­ein­ar kyn­slóðirn­ar og hvert lag á sér stað í minni tón­leika­gesta. Þetta verður eins og að fara á lif­andi bíó.“

Það er eng­in til­vilj­un að El­vis er mikið sung­inn í jarðarför­um og brúðkaup­um. „Og skilnuðum líka,“ laum­ar Bjarni að glett­inn.

 Hug­mynd­in er runn­in und­an rifj­um tveggja Eyjapeyja, Bjarna Ólafs Guðmunds­son­ar og Eiðs Arn­ars­son­ar, sem ann­ast fram­kvæmd tón­leik­anna. „Þetta er vel til fundið hjá þeim fé­lög­um og gam­an að gera þetta ein­mitt á þessu af­mælis­ári. Það er óvíst að maður eigi eft­ir að gera þetta aft­ur,“ seg­ir Björg­vin.

Hann hef­ur unnið mikið með Bjarna og Páli gegn­um tíðina en þeir hafa aldrei staðið þrír sam­an á sviði áður. „Það er virki­lega gam­an að gera þetta þrír sam­an,“ seg­ir Björg­vin.

Nán­ar er rætt við Björg­vin, Bjarna og Pál í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert