Óeðlilegt samráðsleysi ráðherra

Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ
Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ mbl.is/Ómar Óskarsson

Ut­an­rík­is­ráðherra hafði form­lega heim­ild til þess að koma fram fyr­ir Íslands hönd gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu um aðild­ar­um­sókn­ina, að mati Bjarg­ar Thor­ar­en­sen, pró­fess­ors í stjórn­skip­un­ar­rétti. Full­kom­lega óeðli­legt var hins veg­ar að ut­an­rík­is­mála­nefnd hafi ekki verið til­kynnt um það.

Þings­álykt­un­in frá 2009 hafi falið í sér póli­tísk fyr­ir­mæli til þáver­andi rík­is­stjórn­ar. Nú­ver­andi rík­is­stjórn sé ekki laga­lega skuld­bund­in af henni.

Al­mennt seg­ir hún að fram­kvæmda­valdið fari með for­ræði á ut­an­rík­is­mál­um og ut­an­rík­is­ráðherra fari með fyr­ir­svar Íslands gagn­vart öðrum ríkj­um og alþjóðleg­um stofn­un­um. Þetta sé grund­vall­ar­regla í stjórn­skip­un­inni. Einu regl­ur stjórn­ar­skrár­inn­ar um af­skipti af ut­an­rík­is­mál­um séu að Alþingi þurfi að veita samþykki sitt fyr­ir því að ut­an­rík­is­ráðherra full­gildi til­tekna alþjóðasamn­inga.

„Í þessu máli er ekki um að ræða neina ákvörðun um aðild að þjóðrétt­ar­skuld­bind­ing­um held­ur fyr­ir­svar gagn­vart alþjóðastofn­un um stöðu samn­ingaviðræðna Íslands við Evr­ópu­sam­bandið. Ut­an­rík­is­ráðherra er fylli­lega bær til að koma fram fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins gagn­vart alþjóðastofn­un eins og ESB. Það hlýt­ur að líta á það sem svo að hann hafi þarna umboð. Það er líka ljóst að rík­is­stjórn­in sit­ur í umboði þings­ins. Að því leyt­inu til hef­ur ut­an­rík­is­ráðherra form­lega heim­ild,“ seg­ir Björg.

Hefði verið fylli­lega rétt að gera grein fyr­ir ákvörðun­inni

Það hvort að póli­tískt eðli­legt hafi verið að til­kynna Evr­ópu­sam­band­inu þessa ákvörðun með þess­um hætti sé hins veg­ar annað mál, sér­stak­lega hvað það varðar að leita ekki sam­ráðs við ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is. Sam­kvæmt þingsköp­um sé rík­is­stjórn­inni skylt að hafa sam­ráð við hana í meiri­hátt­ar ut­an­rík­is­mál­um. Í huga Bjarg­ar falla þessi sam­skipti ut­an­rík­is­ráðherra við ESB und­ir þá skil­grein­ingu.

„Mér finnst full­kom­lega óeðli­legt í ljósi þess hversu veiga­mikið þetta mál er og meiri­hátt­ar ut­an­rík­is­mál að það hafi ekki verið til­kynnt ut­an­rík­is­mála­nefnd sér­stak­lega um þessa til­teknu ákvörðun eða bréfa­skipti ráðherra við Evr­ópu­sam­bandið,“ seg­ir hún.

Mark­miðið með sam­ráðsskyldu í þing­skap­ar­lög­um sé ekki aðeins að stjórn­ar­flokk­arn­ir og meiri­hlut­inn sé upp­lýst­ur um það sem ger­ist í mik­il­væg­um ut­an­rík­is­mál­um held­ur þing­heim­ur all­ur, þar á meðal full­trú­ar minni­hlut­ans í ut­an­rík­is­mála­nefnd.

„Ég hefði talið fylli­lega rétt við þess­ar aðstæður að gera grein fyr­ir þessu,“ seg­ir Björg.

NATO-aðild­in ekki sam­bæri­legt mál

Birgitta Jóns­dótt­ir, formaður Pírata, sagði ákvörðun ut­an­rík­is­ráðherra setja all­ar þings­álykt­an­ir um alþjóðasamn­inga í upp­náma, þar á meðal um aðild Íslands að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Björg seg­ir hins veg­ar að grund­vall­armun­ur sé þarna á.

Aðild að NATO snú­ist um að Alþingi veiti rík­is­stjórn­inni heim­ild til að full­gilda milli­ríkja­samn­ing. Það sé gert með þings­álykt­un. Til þess að segja samn­ingn­um upp þyrfti einnig samþykki Alþing­is.

„Allt sem teng­ist aðild Íslands að þjóðrétt­ar­samn­ing­um sem þetta Evr­ópu­sam­bands­mál snýst ekki um, það er fest í 21. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þess vegna er mik­ill mun­ur á því hvort fjallað sé um aðild eða upp­sögn þjóðrétt­ar­samn­ings eða hvort halda eigi áfram aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið,“ seg­ir Björg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert