Samræmist stjórnarskrá

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Ómar Óskarsson

Bréf ut­an­rík­is­ráðherra til Evr­ópu­sam­bands­ins um að ekki verði leng­ur litið á Ísland sem um­sókn­ar­ríki er í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá og því seg­ist Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, ekki gera at­huga­semd við það. Hann vill ekki tjá sig efn­is­lega um hvort að bréfið jafn­gildi aft­ur­köll­un aðild­ar­um­sókn­ar­inn­ar. 

For­seti Alþing­is fundaði með þings­flokks­for­mönn­um í morg­un og hafnaði kröfu stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að þing­fund­ur yrði hald­inn vegna máls­ins í dag.

„Í ljósi þess að það eru aug­ljós­lega skipt­ar skoðanir um hvað hið um­talaða bréf ut­an­rík­is­ráðherra til Evr­ópu­sam­bands­ins feli ná­kvæm­lega í sér taldi ég ein­fald­lega að það þjónaði ekki til­gangi að slík­ar umræður færu fram án viðveru ut­an­rík­is­ráðherra sem gæti miklu bet­ur skýrt þessi mál þannig að ekk­ert færi á milli mála,“ seg­ir Ein­ar.

Þess vegna hafi ekki verið skyn­sam­legt að þessi þing­fund­ur færi fram í dag. Ein­ar seg­ist þó leggja mikla áherslu á að umræða um málið geti farið fram sem allra fyrst og ut­an­rík­is­ráðherra hafi brugðist vel við því. Næsti þing­fund­ur sé á mánu­dag og ger­ir Ein­ar ráð fyr­ir að málið verði til umræðu þá.

Ein­ar hafnaði einnig kröfu stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að senda bréf til Evr­ópu­sam­bands­ins um að þings­álykt­un­ar­til­laga um um­sókn Íslands væri enn í gildi þrátt fyr­ir bréf ut­an­rík­is­ráðherra. Hann hafi ekki talið ástæðu til þess að senda bréf til sam­bands­ins með sjón­ar­miðum um gildi þings­álykt­un­ar­til­lagna.

Bréfið árétt­ing á stöðu und­an­far­inna ára

Þegar rætt var um að slíta viðræðunum seg­ist Ein­ar hafa verið þeirr­ar skoðunar, og sé enn, að þannig mál þurfi að koma fyr­ir þingið í formi þing­máls. Bréf ut­an­rík­is­ráðherra sé hins veg­ar ann­ars kon­ar nálg­un á málið.

„Ut­an­rík­is­ráðherra skrif­ar þetta bréf fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem bor­in er fram sú ósk að Íslend­ing­ar verði ekki leng­ur á lista yfir um­sókn­arþjóðir. Að mínu mati gegn­ir þar öðru máli um og þess vegna stenst það al­veg út frá stjórn­skipu­leg­um sjón­ar­miðum að þetta bréf sé skrifað með þess­um hætti en að sjálf­sögðu þarf Alþingi að ræða það mál og kom­ast til botns í því með ein­hverj­um hætti með umræðum og í nefnd­ar­starfi,“ seg­ir Ein­ar.

Kjarni máls­ins er að mati Ein­ars sá að eng­ar viðræður hafa staðið yfir und­an­far­in ár og Ísland hafi þar með ekki verið í neinu um­sókn­ar­ferli hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Bréfið sé árétt­ing á því. Hann vill hins veg­ar ekki tjá sig efn­is­lega um hvort að bréf ut­an­rík­is­ráðherra jafn­gildi aft­ur­köll­un aðild­ar­um­sókn­ar­inn­ar.

„Eins og þetta horf­ir við þing­inu þá tel ég að þessi aðferð sem þarna er boðuð sé í sam­ræmi við stjórn­skip­un­ar­regl­ur og því geri ég ekki at­huga­semd­ir við það,“ seg­ir Ein­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert