Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf

For­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hafa sent sam­eig­in­legt bréf til Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem lýst er af­stöðu þeirra til þeirra ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar að óska eft­ir því við sam­bandið að Ísland verði ekki leng­ur skil­greint sem um­sókn­ar­ríki að því.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að for­menn þing­flokks stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hafi óskað eft­ir því við Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seta Alþing­is, að þeim skila­boðum væri komið á fram­færi við Evr­ópu­sam­bandið að ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar ætti ekki stoð í ákvörðunum þings­ins og að álykt­un þess frá 2009 um að sótt yrði um inn­göngu í sam­bandið væri í fullu gildi. Því hafi hins veg­ar verið hafnað.

Fyr­ir vikið hafi for­mönn­um flokk­anna verið nauðugur sá kost­ur að senda áður­nefnd bréf til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins „um að rík­is­stjórn­in hafi hvorki umboð þings né þjóðar til að breyta stöðu Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu með þeim hætti sem til­kynnt er í bréfi ut­an­rík­is­ráðherra til Evr­ópu­sam­bands­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert