Andlát: Bjarnfríður Leósdóttir á Akranesi

Bjarnfríður Leósdóttir.
Bjarnfríður Leósdóttir.

Bjarn­fríður Leós­dótt­ir á Akra­nesi, fé­lags­mála­frömuður og fyrr­ver­andi varaþingmaður, lést sl. þriðju­dag, níræð að aldri.

Bjarn­fríður var fædd 6. ág­úst 1924 að Más­stöðum í Innri-Akra­nes­hreppi. For­eldr­ar henn­ar voru Leó Eyj­ólfs­son, bif­reiðar­stjóri á Akra­nesi, og kona hans Mál­fríður Bjarna­dótt­ir hús­móðir.

Bjarn­fríður lauk versl­un­ar­prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um 1943 og var einn vet­ur í Hús­mæðraskóla Reykja­vík­ur. Hún starfaði við síld­ar­sölt­un og vann verka­manna­störf og síðar versl­un­ar- og skrif­stofu­störf um ára­bil. Hún var kenn­ari og skóla­rit­ari við Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands frá 1974 til starfs­loka.

Bjarn­fríður var áhuga­leik­kona á yngri árum og starfaði í Leik­fé­lagi Akra­ness. Tók þátt í stofn­un Bók­mennta­klúbbs­ins og starfaði þar alla tíð. Hún var mik­il úti­vist­ar­kona og nátt­úru­unn­andi og tók próf sem svæðis­leiðsögumaður þegar hún var kom­in á efri ár og skipu­lagði ferðir.

Bjarn­fríður starfaði mikið í verka­lýðshreyf­ing­unni. Hún var í stjórn og trúnaðarráði Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, vara­formaður um ára­bil. Átti sæti í miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands. Hún var var­a­full­trúi Alþýðubanda­lags­ins í bæj­ar­stjórn Akra­ness í nokk­ur kjör­tíma­bil. Hún var varaþingmaður Alþýðubanda­lags­ins í Vest­ur­lands­kjör­dæmi og tók nokkr­um sinn­um sæti á Alþingi á átt­unda ára­tugn­um. Þá átti hún sæti í miðstjórn og fram­kvæmda­stjórn Alþýðubanda­lags­ins. Hún var formaður Fé­lags eldri borg­ara á Akra­nesi í átta ár. Bjarn­fríður var sæmd ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir fé­lags­störf á ný­árs­dag árið 2002. Í sann­leika sagt, lífs­saga henn­ar sem Elísa­bet Þor­geirs­dótt­ir skráði, kom út 1986.

Eig­inmaður Bjarn­fríðar var Jó­hann­es Finns­son, sjó­maður og skrif­stofumaður. Hann lést á ár­inu 1974.

Þau eignuðust sam­an fjög­ur börn, Stein­unni, Eyj­ólf sem aðeins varð sól­ar­hrings gam­all, Leó og Hall­beru Fríði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert