„Det bare blæser så meget“

Mogens og félagi hans tóku flugið í vindinum í dag.
Mogens og félagi hans tóku flugið í vindinum í dag. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

„Það var bara svo hel­víti mik­ill vind­ur að við urðum að prófa þetta. Þetta var bara til gam­ans gert,“ seg­ir Mo­gens Ol­sen, en mynd af hon­um fljúga hef­ur farið sem eld­ur um sinu um net­heima í dag. 

Ol­sen er frá Græn­landi en er stadd­ur á Ak­ur­eyri þar sem hann tók þátt í Ice­land Win­ter Games. Hann hef­ur stundað snjó­brettaíþrótt­ina frá 10 ára aldri og tekið þátt í mót­um hér á landi og í Nor­egi þar sem hann keppti fyr­ir stuttu á Dan­merk­ur­meist­ara­mót­inu á snjó­bretti og lenti í öðru sæti í slope-style. 

Hann seg­ir að gam­an hafi verið að tak­ast á loft í vind­in­um mikla í dag, og seg­ist hann ekki hafa upp­lifað annað eins fok. 

Það brenn­ur kannski á mörg­um að vita hvort Mo­gens hafi meitt sig við flug­ferðina, en hann full­viss­ar blaðamann mbl.is um að hann hafi ekki kennt sér meins við lend­ing­una. 

Sjá frétt mbl.is: Græn­lend­ing­ur tókst á flug

Mogens Olsen, snjóbrettakappi og flugmaður.
Mo­gens Ol­sen, snjó­bret­takappi og flugmaður. Mynd/​Face­book
Mogens lenti í öðru sæti í slope-style keppni á Danmerkurmeistaramótinu …
Mo­gens lenti í öðru sæti í slope-style keppni á Dan­merk­ur­meist­ara­mót­inu fyrr á þessu ári. Mynd/​Face­book
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert