Jón Gnarr ekki í forsetann

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Þórður

„Mér leiðist tilætlunarsemi, frekja og dónaskapur. Ég reyni að forðast fólk sem finnst það eðlilegur hluti af daglegum samskiptum. Mér óar við þeirri tilhugsun að verða á þennan hátt hluti af þeim ömurlega og hallærislega kúltúr sem er íslensk stjórnmálamenning. Ég nenni ekki að standa aftur andspænis freka kallinum.“

Þetta segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem hann tilkynnir þá ákvörðun sína að hann ætli ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum á næsta ári. Mikið hefur verið rætt um mögulegt forsetaframboð Jóns og hefur hann til þessa sagt að það kæmi til greina af sinni hálfu. Þá hafa skoðanakannanir bent til þess að hann gæti notið mikils stuðnings í þeim efnum.

„Ég get bara ekki boðið sjálfum mér og konunni minni upp á þetta. Ég get ekki boðið stráknum mínum upp á þetta. Ég hef því tekið þá ákvörðun að ég mun ekki bjóða mig fram til forseta Íslands í þetta skiptið. Kannski einhvern tíma seinna. Ég þakka fyrir alla þá vinsemd og virðingu sem mér hefur verið sýnd.“

Fréttir mbl.is:

Ólafur myndi tapa fyrir Jóni Gnarr

Jón „volgur“ fyrir forsetaframboði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert