Leynigögn komin til skattrannsóknarstjóra

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hef­ur nú und­ir hönd­um gögn tengd Íslandi úr stór­bank­an­um HSBC. Gögn­in komu frá frönsk­um skatta­yf­ir­völd­um, að því er Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóra, seg­ir í sam­tali við Frétta­blaðið i dag.

Greint var frá því í síðasta mánuði að bank­inn hefði aðstoðað viðskipta­vini við að fela fé og kom­ast hjá því að greiða skatta. Skjöl­in um skattaund­an­skot voru frá úti­búi bank­ans í Sviss sem fyrr­ver­andi starfsmaður hans lak árið 2007.

Fram kom í er­lend­um fjöl­miðlum í fe­brú­ar að í gögn­un­um hafi verið 18 banka­reikn­ing­ar í eigu sex aðila sem tengj­ast Íslandi og nam heild­ar­fjár­hæðin á þess­um reikn­ing­um 9,5 millj­ón­um doll­ara. Hæsta fjár­hæðin tengd ein­um þess­ara aðila nam 8 millj­ón­um doll­ara, að því er seg­ir í blaðinu.

Bryn­dís vill ekki tjá sig um hvort svo sé. „Ég vil ekk­ert segja um þetta. Það er verið að fara yfir gögn­in," seg­ir hún í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Þá seg­ir, að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi einnig ný­lega fengið hluta viðbót­ar­gagna frá Bretlandi sem beðið hafi verið eft­ir vegna rann­sókna á skattaund­an­skot­um. Bresk yf­ir­völd sendu skatt­rann­sókn­ar­stjóra í fyrra lista með nöfn­um 10 Íslend­inga sem tengj­ast svo­kölluðum skatta­skjól­um.

Loks kem­ur fram, að samn­ingaviðræður um kaup á gögn­um með nöfn­um nokk­urra hundraða Íslend­inga sem tengj­ast skatta­skjól­um standi enn yfir að sögn Bryn­dís­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert